Lykilmenn áfram hjá Keflavík
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur endurnýjaði í gær samninga við þá Sigurð Ingimundarson, þjálfara meistaraflokks, fyrirliðann Gunnar Einarsson og Sverri Þór Sverrisson þjálfara kvennaliðsins.
Allir samningarnir eru til tveggja ára en þó er óvíst þessa stundina hvort Sverrir Þór muni leika með karlaliðinu áfram.
Stjórn deildarinnar hefur lýst yfir ánægju sinni með að halda starfskröftum félaganna og segist áfram munu vinna í því að reyna að tryggja að allir Íslandsmeistarar karla og kvenna verði áfram hjá félaginu.