Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

„Lykillinn að góðum árangri er þolinmæði“
Föstudagur 23. mars 2018 kl. 07:00

„Lykillinn að góðum árangri er þolinmæði“

Hnefaleikakonan Margrét Guðrún Svavarsdóttir var kjörin íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2017 á dögunum en Margrét átti gott ár í hnefaleikum og hlaut meðal annars silfur á Norðurlandamóti í -75 kg flokki kvenna gegn Svíþjóð og hún var einnig kjörin hnefaleikakona ársins hjá ÍSÍ.

Margrét segist vera afar stolt af þessari tilnefningu og þegar hún er spurð að því hvað standi upp úr á árinu, þá segir hún það vera heiðurinn að fá að keppa á Norðurlandamótinu í Danmörku í apríl og að það hafi verið alveg ný upplifun. „Sigurinn á Ljósanæturmótinu var sá sætasti á síðasta ári, aðallega vegna þess hversu tæpur hann var.“ Hnefaleikasamfélagið á Íslandi er nokkuð lítið að sögn Margrétar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Það er mjög gaman að æfa hnefaleika, þetta er líka nokkuð lítið samfélag hérna á Íslandi þannig að allir þekkja alla eða þekkja til hvors annars.“ Margrét stefnir að því halda áfram á sömu braut og á síðasta ári og ætlar að reyna enn betur. „Ég er til í það sem næstu ár bjóða upp á, þó að ég viti ekki nákvæmlega hvað það er sem býðst.“ Lykillinn að góðum árangri er að sögn Margrétar, áhugi, metnaður og þolinmæði. „Það sem heillar mig mest við hnefaleikana er hversu mikla útrás maður fær út úr þeim.