Lykillinn að gefast ekki upp!
Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir frábæra frammistöðu á undirbúningstímabilinu en hún leikur með Valsmönnum úr Reykjavík þótt hún sé sjálf frá Sandgerði. Hún hefur m.a. skorað yfir tuttugu mörk fyrir Val í æfingaleikjum og á Reykjavíkurmótinu. Þá skoraði hún eitt mark í sigri Vals á meisturum KR í Meistarakeppni KSÍ í vikunni.
Nína er ein af öflugustu knattspyrnukonum landsins í dag sem sést berlega á því að hún var á dögunum kölluð upp í A-landsliðshóp Íslands fyrir vináttuleikleik gegn Skotum á laugardag. Víkurfréttir tóku þessa ungu og efnilegu stúlku tali.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta?
Ég byrjaði þegar ég var níu ára held ég og það var með Reyni hér í Sandgerði.
Af hverju valdirðu að fara í Val?
Stelpurnar tóku mér mjög vel á fyrstu æfingunni sem ég fór á og ég fann fyrir góðum liðsanda og eftir það fannst mér ekki spurning hvert ég ætti að fara. Ég var búin að prófa hjá þremur félögum og fannst þetta vera við mitt hæfi.
Ertu í skóla?
Ég er á íþróttabraut í FS eins og er og reikna með að fara í íþróttakennarann eða eitthvað íþróttatengt allaveganna eftir það.
Hefurðu hjátrú fyrir leiki?
Nei alls ekki.
Hvað er eftirminnilegasta atvikið úr leik?
Það er bara bikarúrslitaleikurinn í fyrra. Hann var náttúrulega alveg rosalegur.
Hver er lykillinn að velgengni í fótbolta fyrir unga krakka?
Fyrst og fremst að vera metnaðarfullur og gefast aldrei upp.
Stefnirðu á atvinnumennsku?
Ég hef nú bara ekki hugsað neitt út í það. Ég er enn að ná mínum markmiðum sem ég setti mér þegar ég var yngri og hef ekkert skoðað það endilega.
Nú hafið þið í Val verið að standa ykkur vel að undanförnu. Takið þið titilinn í ár?
Ef við höldum áfram að spila eins vel og í dag held ég að það sé ekki spurning. Við erum allaveganna með nógu góðan mannskap.
Margt smátt...
Hæð: 166 1/2
Skónúmer: 38
Áttu bíl? Jah... kærastinn minn á bíl þannig að ég á hann eiginlega líka, og það er Impreza.
Hvaða bók lastu síðast? Það var nú bara kennslubókin í ensku
Hvaða diskur er í græjunum? Bara skrifaður diskur með allskonar danstónlist.
Uppáhalds hljómsveit: Engin sérstök. Ég hlusta eiginlega bara á allt.
Kvikmynd: Mér fannst John Q alveg sjúklega góð
Leikari: Denzel Washington
Lið í enska: Manchester United
Fótboltamaður: David Beckham... það er engin spurning.
Matur: Pizza
Drykkur: ég ætla ekki að vera svo íþróttaleg að segja vatn þannig að ég segi Sprite Zero
Hvað væri þitt fyrsta embættisverk ef þú værir forsætisráðherra í einn dag?
Ætli ég myndi ekki auka framlög til kvennaknattspyrnunnar eða reyna að bæta hana einhvern veginn allaveganna.
Eitthvað að lokum?
Ég vil bara að fólk drífi sig á leiki. Það er alltaf gott að fá smá hvatningu.
Nína er ein af öflugustu knattspyrnukonum landsins í dag sem sést berlega á því að hún var á dögunum kölluð upp í A-landsliðshóp Íslands fyrir vináttuleikleik gegn Skotum á laugardag. Víkurfréttir tóku þessa ungu og efnilegu stúlku tali.
Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta?
Ég byrjaði þegar ég var níu ára held ég og það var með Reyni hér í Sandgerði.
Af hverju valdirðu að fara í Val?
Stelpurnar tóku mér mjög vel á fyrstu æfingunni sem ég fór á og ég fann fyrir góðum liðsanda og eftir það fannst mér ekki spurning hvert ég ætti að fara. Ég var búin að prófa hjá þremur félögum og fannst þetta vera við mitt hæfi.
Ertu í skóla?
Ég er á íþróttabraut í FS eins og er og reikna með að fara í íþróttakennarann eða eitthvað íþróttatengt allaveganna eftir það.
Hefurðu hjátrú fyrir leiki?
Nei alls ekki.
Hvað er eftirminnilegasta atvikið úr leik?
Það er bara bikarúrslitaleikurinn í fyrra. Hann var náttúrulega alveg rosalegur.
Hver er lykillinn að velgengni í fótbolta fyrir unga krakka?
Fyrst og fremst að vera metnaðarfullur og gefast aldrei upp.
Stefnirðu á atvinnumennsku?
Ég hef nú bara ekki hugsað neitt út í það. Ég er enn að ná mínum markmiðum sem ég setti mér þegar ég var yngri og hef ekkert skoðað það endilega.
Nú hafið þið í Val verið að standa ykkur vel að undanförnu. Takið þið titilinn í ár?
Ef við höldum áfram að spila eins vel og í dag held ég að það sé ekki spurning. Við erum allaveganna með nógu góðan mannskap.
Margt smátt...
Hæð: 166 1/2
Skónúmer: 38
Áttu bíl? Jah... kærastinn minn á bíl þannig að ég á hann eiginlega líka, og það er Impreza.
Hvaða bók lastu síðast? Það var nú bara kennslubókin í ensku
Hvaða diskur er í græjunum? Bara skrifaður diskur með allskonar danstónlist.
Uppáhalds hljómsveit: Engin sérstök. Ég hlusta eiginlega bara á allt.
Kvikmynd: Mér fannst John Q alveg sjúklega góð
Leikari: Denzel Washington
Lið í enska: Manchester United
Fótboltamaður: David Beckham... það er engin spurning.
Matur: Pizza
Drykkur: ég ætla ekki að vera svo íþróttaleg að segja vatn þannig að ég segi Sprite Zero
Hvað væri þitt fyrsta embættisverk ef þú værir forsætisráðherra í einn dag?
Ætli ég myndi ekki auka framlög til kvennaknattspyrnunnar eða reyna að bæta hana einhvern veginn allaveganna.
Eitthvað að lokum?
Ég vil bara að fólk drífi sig á leiki. Það er alltaf gott að fá smá hvatningu.