Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Lykilleikmenn áfram hjá Keflvíkingum
Guðmundur Jónsson leikur áfram með Keflavík en hann er einn reyndasti leikmaður liðsins.
Laugardagur 21. apríl 2018 kl. 12:22

Lykilleikmenn áfram hjá Keflvíkingum

Tveir af lykilmönnum Keflvíkinga í Domino’s deildinni í körfubolta, þeir Guðmundur Jónsson og Reggie Dupree hafa endurnýjað samninga við Keflvíkinga.

„Sumargjöf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur til stuðningsmanna“ segir á Facebook-síðu Keflvíkinga.
Báðir leikmenn léku stór hlutverk í liði Keflvíkinga á keppnistíðinni sem er nýlokið hjá bítlabæjarliðinu.

Dupree hefur vaxið mikið á undanförnum árum en hann lék stórt hlutverk með liðinu sl. vetur en lenti í meiðslum á seinni hluta tímabilsins. Hann var með 9,3 stig að meðaltali á leiktíðinni.
Guðmundur hefur leikið með Keflavík síðustu fjögur ár og var besti maður liðsins í úrslitarimmunni við Hauka í 8-liða úrslitum núna í vor.

Dupree í leik gegn KR sl. vetur.

Dubliner
Dubliner