Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lykilleikmenn áfram hjá Keflvíkingum
Guðmundur Jónsson leikur áfram með Keflavík en hann er einn reyndasti leikmaður liðsins.
Laugardagur 21. apríl 2018 kl. 12:22

Lykilleikmenn áfram hjá Keflvíkingum

Tveir af lykilmönnum Keflvíkinga í Domino’s deildinni í körfubolta, þeir Guðmundur Jónsson og Reggie Dupree hafa endurnýjað samninga við Keflvíkinga.

„Sumargjöf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur til stuðningsmanna“ segir á Facebook-síðu Keflvíkinga.
Báðir leikmenn léku stór hlutverk í liði Keflvíkinga á keppnistíðinni sem er nýlokið hjá bítlabæjarliðinu.

Dupree hefur vaxið mikið á undanförnum árum en hann lék stórt hlutverk með liðinu sl. vetur en lenti í meiðslum á seinni hluta tímabilsins. Hann var með 9,3 stig að meðaltali á leiktíðinni.
Guðmundur hefur leikið með Keflavík síðustu fjögur ár og var besti maður liðsins í úrslitarimmunni við Hauka í 8-liða úrslitum núna í vor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dupree í leik gegn KR sl. vetur.