Lygileg endurkoma Njarðvíkinga
Haukur Helgi með sigurkörfu og staðan 1-1
Körfuboltaleikurinn sem fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld hafði upp á að bjóða allt það sem pólitíkin hefur boðið landanum upp á undanfarna daga. Klaufaleg mistök, slæman varnarleik, afdrifaríkar ákvarðanir og ótrúlega endurkomu.
Njarðvík og KR mætast ekki á körfuboltavellinum án þess að úrslitin ráðist á síðustu stundu. Í kvöld var sigurinn Njarðvíkinga, 88:86 lokatölur, þar sem Haukur Helgi kórónaði ótrúlega 24 stiga endurkomu Njarðvíkinga á síðustu sekúndum leiksins.
Leikurinn var tvískiptur. KR átti fyrri hálfleik með húð og hári á meðan heimamenn í Njarðvík sýndu sparihliðarnar í seinni hluta þriðja leikhluta og í þeim síðasta. KR náði mest 24 stiga forskoti og því er óhætt að segja að Njarðvíkingar hafi aldrei misst trúna þrátt fyrir að útlitið hafi verið ansi dökkt um stund.
Haukur Helgi, Logi og Maciej áttu allir rosalegan leik fyrir Njarðvík á meðan Atkinson virtist ekki mæta til leiks. Staðan í viðureigninni er nú 1-1 og næsti leikur í vesturbænum.
Njarðvík-KR 88-86 (20-29, 18-26, 25-15, 25-16)
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 27/6 fráköst, Logi Gunnarsson 23/4 fráköst/5 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 19, Ólafur Helgi Jónsson 7, Oddur Rúnar Kristjánsson 5/7 stoðsendingar, Jeremy Martez Atkinson 5/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.
KR: Darri Hilmarsson 28/9 fráköst, Pavel Ermolinskij 17/12 fráköst/5 stoðsendingar, Michael Craion 15/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 10/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 7/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 6/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 3, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Jón Hrafn Baldvinsson 0, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 0, Ólafur Þorri Sigurjónsson 0, Arnór Hermannsson 0.
Dómarar:
Áhorfendur: 1170
Viðureign: 1-1