Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Luku keppni með sigri
Mánudagur 12. september 2005 kl. 10:59

Luku keppni með sigri

Njarðvíkingar luku keppni í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina með góðum sigri á Stjörnunni, 2-1.

Þeir luku því keppni í 3. sæti deildarinnar, 2 stigum á eftir Stjörnunni, og sex stigum á eftir Leikni.

Leikurinn hófst rólega enda var völlurinn afar háll og blautur. Njarðvíkingar Komust þó yfir á 19. mínútu og var þar að verki Aron Már Smárason. Hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar og lagði boltann framhjá markverðinum.

Gestirnir jöfnuðu leikinn eftir klukkustundarleik þegar Guðjón Baldvinsson skoraði úr víti. Kom hún vegna þess að dómarinn taldi Hafstein Rúnarsson hafa handleiin knöttinn innan teigs.

Njarðvíkingar létu ekki hugfallast þrátt fyrir áfallið heldur náðu forystunni aftur á 79. mínútu með marki Sverris Þórs Sverrissonar. Njarðvíkingar fengu færi á að bæta við mörkum áður en yfir lauk, en allt kom fyrir ekki og var fagnað í leikslok þrátt fyrir að enn um sinn þurfi þeir að keppa í 2. deildinni.

Mynd af www.umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024