Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Luku einu erfiðasta hlaupi heims
Þriðjudagur 2. ágúst 2011 kl. 15:04

Luku einu erfiðasta hlaupi heims

Hlaupadrottningarnar Anna Sigríður Sigurjónsdóttir og Christine Bucholtz úr Grindavík tóku þátt í Ofur Andalúsíuhlaupinu á Spáni um miðjan júlí og stóðu sig frábærlega vel. Hlaupið er eitt erfiðasta ofurhlaup í heiminum en leiðin sem er 225 kílómetra löng er gríðarlega krefjandi en aðallega er hlaupið á stígum í fjöllunum og ýmsar hindranir verða á vegi keppenda.

Þá er hlaupið í 35-40 stiga hita sem gerir keppendum afar erfitt fyrir og eins þurfa keppendur að hlaupa með bakpoka með vatns- og matarbirgðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Christine gerði sér lítið fyrir og varð í 17. sæti af um 60 keppendum en hún hljóp á 25 klukkustundum 29 mínútum og 5 sekúndum og komst á verðlaunapall í kvennaflokki. Anna varð í 33. sæti á 31:36:52.

Þær tvær tóku þátt í liðakeppni og urðu í 4. sæti af 5 liðum.

http://grindavik.is/ greindi frá.