Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Luka Kostic aftur til Grindavíkur
Miðvikudagur 20. maí 2009 kl. 18:55

Luka Kostic aftur til Grindavíkur

Luka Kostic er orðinn þjálfari hjá liði Grindavíkur í Pepsi-deild karla og hefur gert tveggja ára samning. Hann tekur við af Milan Stefán Jankovic en hann mun hafa óskað eftir að stíga til hliðar sem þjálfari liðsins. Hann er hins vegar ekki á förum frá félaginu heldur mun hann verða aðstoðarþjálfari hjá Kostic.

Þetta er í annað sinn sem Kostic þjálfar Grindvíkinga en hann var við stjórnvölinn 1994-1996. Hann hefur að undanförnu verið þjálfari yngri landsliða Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar eru ánægðir með af fá Kostic í brúnna auk þess að halda Jankovic. Þeir telja sig þar með vera komna með eitt öflugusta þjálfarateymi í Pepsi-deildinni, segir á heimasíðu þeirra, umfg.is.

Mynd/umfg.is: Luka Kostic verður við stjórnvölinn hjá Grindavík næstu tvö árin.