Lovísa gerir það gott í USA
Körfuknattleikskonan Lovísa Falsdóttir ákvað að reyna fyrir sér í vöggu körfuboltans í Bandaríkjunum í haust og hélt til náms í Trinity framhaldsskólanum í Pennsylvaníufylki. Lovísa hefur vakið nokkra athygli en hún var tekin tali í staðarblaðinu í bænum á dögunum.
Tímabilið er að hefjast um þessar mundir í Bandaríkjunum og ræðir Lovísa við blaðið um feril sinn á Íslandi og hvernig það gangi að aðlagast í nýju umhverfi. Þjálfari liðsins er ánægður með Lovísu og hælir henni á hvert reipi en hægt er að lesa viðtalið við Lovísu hér.