Lovísa Bylgja yfir til Keflavíkur
Hin bráðefnilega Lovísa Bylgja Sverrisdóttir gekk á dögunum til liðs við Keflavík en hún tók sín fyrstu skref á stóra sviðinu á síðustu leiktíð þegar hún lék sína fyrstu leiki með Njarðvík í Subway-deild kvenna.
Lovísa skrifaði undir tveggja ára samning en þeir sem til hennar sáu vita að þar er á ferðinni öflugur leikmaður þar sem baráttan er í fyrirrúmi og gerir allt til að sigra. Lovísa hefur látið að sér kveða í yngri landsliðum Íslands og því ljóst að Lovísa kemur til með að styrkja lið Keflavíkur í Subway-deildinni á komandi leiktíð.
Frá þessu er greint á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.