Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lott og Isabella illviðráðanlegar í öðrum sigri Njarðvíkur
Selena Lott var stigahæst í Ljónagryfjunni í kvöld með 24 stig. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 21:59

Lott og Isabella illviðráðanlegar í öðrum sigri Njarðvíkur

Njarðvík tvöfaldaði forystu sína í einvíginu við Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfuknattleik með sigri í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik settu Njarðvíkingar í fluggírinn og slitu sig frá gestunum. Mestur varð munurinn 22 stig en þær grindvísku voru ekki tilbúnar að játa sig sigraða og gáfu allt í síðasta leikhluta og söxuðu jafnt og þétt á heimakonur. Þeim entist þó ekki tíminn og Njarðvík hampaði sigri og leiðir einvígið 2:0 og þarf því einungis einn sigur í viðbót til að komast í úrslitin.

Njarðvík - Grindavík 66:58

(21:17 | 12:12 | 20:10 | 13:19)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Sem oftar var Dani Rodriguez atkvæðamikil í liði Grindavíkur.

Stig Njarðvíkur: Selena Lott 24 stig, Isabella Ósk Sigurðardóttir 21 stig, Emilie Hesseldal 10 stig, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 6 stig,  Ena Viso 3 stig og Andela Strize 2 stig.

Stig Grindavíkur: Danielle Rodriguez 17 stig, Sarah Mortensen 13 stig, Eva Braslis 11 stig, Hulda Björk Ólafsdóttir 8 stig, Dagný Lísa Davíðsdóttir 6 stig og Alexandra Sverrisdóttir 3 stig.

Isabella var öflug í vörn og sókn.

Sigurbjörn Daði Dagbjartsson, fréttamaður Víkurfrétta, tók viðtölin í spilurunum hér að neðan eftir leik og Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók meðfylgjandi myndir sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni.

Njarðvík - Grindavík (66:58) | Undanúrslit Subway-deildar kvenna 2. maí 2024