Lórý og Valgeir Eldmótsmeistarar
Eldmótið í pútti fór fram að Mánagrund við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í gær þar sem þau Lórý Erlingsdóttir og Valgeir Sigurðsson höfðu sigur í mótinu. Það var fyrirtækið Elmót sem styrkti mótið.
Úrslitin í mótinu
Konur
Lórý Erlingsdóttir 67
Gerða Halldórsdóttir 68
Hrefna B. Sigurðardóttir 70
Bingóverðlaun-Lórý Erlingsdóttir 7
Karlar
Valgeir Sigurðsson 64
Högni Oddsson 66
Jón Ísleifsson 67
Bingóverðlaun-Valgeir Sigurðsson 9
Næsta púttmót hjá Púttklúbbi Suðurnesja fer fram fimmtudaginn 21. júní kl. 13:00 en það er Kynnisferðamótið.