Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Loksins sigur hjá Njarðvík
Sunnudagur 3. desember 2006 kl. 21:44

Loksins sigur hjá Njarðvík

Íslandsmeistarar Njarðvíkur hrósuðu loks sigri í kvöld þegar Fjölnismenn sneru úr Ljónagryfjunni án stiga. Á sama tíma sóttu Keflvíkingar sigur á Sauðárkrók, 83-98.

Njarðvíkingar höfðu fyrir það tapað sjö leikjum í röð í deild, Bikar og Evrópukeppni frá sigrinum á Grindavík þann 2. nóvember.

Lokatölur í kvöld voru 96-82, en í hálfleik var staðan 54-43. Njarðvíkingar voru með forystu í leiknum allan tímann, en Fjölnismenn neituðu að játa sig sigraða fyrr en á lokamínútunum þegar Jóhann Árni Ólafsson fór fyrir stórsókn Njarðvíkinga.

Nánar um leikina síðar...

 

VF-myndir/Þorgils

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024