Loksins lauk Gylfi móti
Bikarmótið í Motocrossi fór fram á Sauðárkróki um síðustu helgi þar sem Einar Sverrir Sigurðarson fór með sigur af hólmi í mótinu. Veðrið lék við keppendur í mótinu en þetta var í fyrsta sinn í nokkurn tíma sem Íslandsmeistarinn Gylfi Freyr Guðmundsson náði að ljúka keppni en hann hefur verið að glíma við axlarmeiðsli.
Gylfi sigraði í flokki MX2 en sökum meiðslanna ákvað hann að færa sig niður á kraftminna hjól uns hann verður betri.