Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Loksins Keflavíkursigur
Miðvikudagur 16. september 2009 kl. 19:57

Loksins Keflavíkursigur


Keflvíkingar náðu loks í kvöld að brjóta ís sem virtist botnfrosinn frá því um verslunarmannahelgi með því að fara með sigur af hólmi í viðureign sinni við Grindavík í Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á votum Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem skoraði mark Keflavíkur þegar um hálftími lifði af leiknum.

Bæði lið áttu ágætis tilþrif í leiknum, sem þó bar þess merki að veðrið var blautt og kalt.

Nánar um leikinn síðar í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Efri myndin: Magnús Sverrir Þorsteinsson skorar sigurmark Keflavíkur í kvöld. Að neðan er Jóhann B. Guðmundsson með boltann í teig Grindvíkinga. Jóhann var maður leiksins í kvöld og átti mörg góð tilþrif í leiknum. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi