Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Loks sigur hjá Njarðvík
Laugardagur 7. júní 2008 kl. 01:10

Loks sigur hjá Njarðvík



Njarðvík vann sig upp úr botnsæti 1. deildar karla í knattspyrnu í kvöld með 1-0 sigri á KA á Njarðtaksvellinum. Þetta var fyrsti sigur þeirra í sumar og jafnframt einungis annað mark þeirra í deild og bikar.

Það er ekki víst að Njarðvíkingar hafi sett bikartapið gegn KB aftur fyrir sig með sigrinum í kvöld, en það hlýtur að vera gleðiefni fyrir þá að skora loksins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þeir áttu sigurinn í kvöld fyllilega skilinn eftir að hafa verið með yfirhöndina gegn Norðanmönnum lengst af. Markið góða skoraði Frans Elvarsson á 18. mínútu eftir laglega sókn. Þó að bæði lið hafi fengið færi eftir það urðu mörkin ekki fleiri og vonandi betri dagar framundan hjá Njarðvíkingum.


Þá unnu Þróttarar frá Vogum öruggan sigur á KFG í 3. deildinni í kvöld, 4-0. Mörkin skoruðu Pétur Þór Jaidee, Þórir Rafn Hauksson (2) og Eysteinn Sindri Elvarsson.


Þróttur er efst í sínum riðli, með 7 stig eftir 3 leiki.

VF-myndir/Þorgils - Úr leiknum í kvöld