Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Loks sigur hjá Keflavíkurstúlkum
Þriðjudagur 21. júní 2005 kl. 23:02

Loks sigur hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavíkurstúlkur sneru svo sannarlega við blaðinu í kvöld þegar þær unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni, 5-2, í Landsbankadeild kvenna. Staðan í hálfleik var 3-0, en þetta er fyrsti sigurleikur Keflavíkur síðan í fyrstu umferð Íslandsmótsins.

Mörk Keflavíkur skoruðu þær Nína Kristinsdóttir, Ágústa Jóna Heiðdal, Hrefna Magnea Guðmundsdóttir, Vesna Smiljkovic og Ólöf Helga Pálsdóttir. Mörk Stjörnunnar skoruðu Björk Gunnarsdóttir og Anna Margrét Gunnarsdóttir.

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024