Loks sigur hjá Keflavík
Keflvíkingar sigruðu Leikni með þremur mörkum gegn tveimur í Fjarðarbyggðarhöllinni í dag. Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði sigurmark Keflavíkur á 90 mínútu.
Magnús Þórir Matthíasson kom Keflvíkingum á bragðið með fyrsta marki leiksins á 16. mín. Heimamenn jöfnuðu á 40. mínútu en Jónas Guðni Sævarsson kom Keflavík aftur yfir 1-2 á 57. mín. Leiknismenn voru ekki á því að tapa öllum stigunum og jöfnuðu á 65. mín. Það var svo Magnús Sverrir sem tryggði Keflavík öll stigin. Hann fékk boltann frá Herði Sveinssyni og skoraði gott mark.
Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga síðan í maí þegar þeir unnu Grindavík. Þeir eru komnir með 13 stig og eru sex stigum á eftir KA sem er með 19 stig í efsta sæti. Grindvíkingar eru í 3. sæti með 14 stig og mæta liðinu í 2. sæti, Þór frá Akureyri á heimavelli sínum í Grindavík í dag laugardag.