Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Loks sigur gegn Snæfell
Miðvikudagur 22. mars 2017 kl. 09:26

Loks sigur gegn Snæfell

Keflvíkingar jöfnuðu deildarmeistarana - úrslitakeppnin framundan

Keflvíkingar lögðu deildarmeistara Snæfells á útivelli í lokaumferð Domino’s deildar kvenna í körfubolta. Lokatölur 59:72. Þannig enduðu liðin jöfn að stigum en Snæfell hafði betur 3-1 í innbyrðis viðureignum liðanna í vetur.

Sigur Keflvíkinga má fyrst og fremst þakka góðum varnarleik þeirra. Leiðir skildu í þriðja leikhluta þar sem Keflvíkingar enduðu leikhlutann með 10-0 áhlaupi og lögðu þannig grunn að sigri. Úrslitakeppnin hefst 28.-29. mars en þar leika Keflvíkingar gegn Skallagrímskonum.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ariana Moorer var stigahæst Keflvíkinga með 18 stig en Birna Valgerður og Erna skoruðu 15 hvor.

Snæfell-Keflavík 59-72 (12-16, 18-19, 14-23, 15-14)
Keflavík: Ariana Moorer 18/10 fráköst/9 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 15/8 fráköst, Erna Hákonardóttir 15, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/9 fráköst, Þóranna Kika Hodge-Carr 5, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Svanhvít Ósk Snorradóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

 

VF jól 25
VF jól 25