Lokaúrslit kvenna hefjast í kvöld
Snæfell tekur á móti Keflavík
Lokaúrslit í Domino´s deild kvenna hefjast í kvöld þegar Snæfell tekur á móti Keflavík í Fjárhúsinu í Stykkishólmi.
Snæfell hefur haft talsvert tak á Keflavíkurstúlkum í vetur og unnið 3 af 4 leikjum liðanna í deildinni. Keflavík lagði Snæfell þó í bikarkeppninni svo leikar standa 3-2 fyrir Snæfell í öllum keppnum.
Það má búast við einvígi á milli erlendu leikmanna liðanna, þeim Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli og Carmen Tyson Thomas, en báðar hafa þær dregið vagninn fyrir sín lið í úrslitakeppninni.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15