Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokaumferð Landsbankadeildar: Keflvíkingar rústa Fram, Grindvíkingar fella Víking
Sunnudagur 19. september 2004 kl. 18:49

Lokaumferð Landsbankadeildar: Keflvíkingar rústa Fram, Grindvíkingar fella Víking

Keflvíkingar unnu stórsigur á Fram 1-6 í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu.

Þórarin Kristjánsson opnaði markareikning Keflvíkinga og Guðmundur Steinarsson bætti öðru við í fyrri hálfleik, en í þeim seinni skoruðu Hólmar Rúnarsson og Hörður Sveinsson tvö mörk hvor gegn 10 Frömurum.

Þá felldu Grindvíkingar Víkinga niður í 1. deild þegar þeir jöfnuðu 3-3 skömmu fyrir leikslok á Grindavíkurvelli.

Grétar Hjartarson, Óskar Hauksson og Momir Mileta skoruðu fyrir Grindvíkinga.

Þannig enduðu Keflvíkingar í fimmta sæti deildarinnar og Grindvíkingar í því sjöunda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024