Lokaumferð 1. deildar kvenna í kvöld
Síðasta umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik fer fram í kvöld. Leikur UMFG og ÍS, í Röstinni í Grindavík, er án efa leikur kvöldsins þar sem ÍS getur tryggt sér 2. sætið í deildinni á kostnað Grindvíkinga. Með ósigri gæti ÍS lent í 4. sæti, en þá verða Haukar að sigra Njarðvík í Njarðvík í kvöld.
Keflvíkingar mæta KR-ingum í DHL-höllinni en Keflvíkingar eru þegar búnar að landa deildarmeistaratitlinum og KR stúlkur eru fallnar.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15