Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokapúttmótið í HF í kvöld - glæsileg verðlaun
Mánudagur 21. mars 2011 kl. 12:27

Lokapúttmótið í HF í kvöld - glæsileg verðlaun

Lokapúttmótið á púttmótaröð Golfklúbbs Suðurnesja verður í kvöld í inniaðstöðu klúbbsins í gamla „HF“ við Hafnargötu í Keflavík kl. 19-21. Boðið verður upp á kaffi og kökur á þessu síðasta púttmóti vetrarins.
Þá verða glæsileg verðlaun frá Samkaup afhent sigurvegurum í þremur flokkum, tveimur fullorðinna og í barnaflokki. Dregið verður úr hópi þeirra púttverja sem hafa mætt í 7 af 10 mót vetrarins og í vinning er gjafabréf upp á nýja Street golfskó frá Ecco.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Að venju kostar 500 kr. í púttmótið en frítt fyrir börn. Eru GS félagar og aðrir áhugasamir hvattir til að mæta í síðasta mótið og gæða sér á kaffi og kökum eftir pútt.