Lokaleikir Grindvíkinga
Meistaraflokkar karla og kvenna í Grindavík spila báðir sinn síðasta leik í Pepsi deildinni um helgina. Leikirnir fram á Kópavogsvelli gegn Breiðablik.
GRV á í baráttu við Aftureldingu um 7. sætið en Breiðablik keppir um sæti í meistaradeildinni.
Strákarnir eru hinsvegar í 9. sæti og með sigri á morgun geta þeir komist upp fyrir Val. Óskar Pétursson og Zoran Stamenic taka báðir út bann á morgun.