Lokaleikhlutinn varð Keflavík að falli
-Hörkubarátta framundan hjá Keflavík að komast í úrslitakeppnina
Lokaleikhlutinn varð Keflvíkingum að falli í gær þegar liðið tapaði 104-93 gegn Tindastól frá Sauðárkróki í TM höllinni við Sunnubraut. Davon Usher skoraði 21 stig fyrir Keflavík og Damon Johnson var með 15 en Keflavík er sem stendur í 9. sæti Dominosdeildarinnar en átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Tindastóll er í harðri baráttu um efsta sæti deildarinnar en liðið er fjórum stigum á eftir efsta liðinu KR – sem tapaði nokkuð óvænt í gær gegn Haukum.
Keflavík-Tindastóll 93-104 (25-22, 20-18, 28-30, 20-34, 0-0)
Keflavík: Davon Usher 21/9 fráköst, Damon Johnson 15/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/4 fráköst, Valur Orri Valsson 10/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Davíð Páll Hermannsson 6, Andrés Kristleifsson 5, Arnar Freyr Jónsson 5, Reggie Dupree 5/4 fráköst, Gunnar Einarsson 4, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Aron Freyr Eyjólfsson 0.
Tindastóll: Myron Dempsey 23/7 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 18/5 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 18, Darrel Keith Lewis 15/4 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Ingvi Rafn Ingvarsson 14/5 stoðsendingar, Darrell Flake 10, Pétur Rúnar Birgisson 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Svavar Atli Birgisson 1, Viðar Ágústsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Finnbogi Bjarnason 0, Jónas Rafn Sigurjónsson 0.
Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Davíð Tómas Tómasson
Staða:
1 KR 18 16 2 1758 - 1470 32
2 Tindastóll 18 14 4 1726 - 1549 28
3 Njarðvík 18 11 7 1570 - 1479 22
4 Haukar 18 10 8 1593 - 1538 20
5 Stjarnan 17 10 7 1502 - 1465 20
6 Þór Þ. 18 9 9 1665 - 1709 18
7 Grindavík 18 9 9 1600 - 1594 18
8 Snæfell 18 8 10 1580 - 1616 16
9 Keflavík 18 8 10 1508 - 1569 16
10 ÍR 18 4 14 1510 - 1623 8
11 Fjölnir 17 4 13 1416 - 1590 8
12 Skallagrímur 18 4 14 1453 - 1679 8