Lokahóf yngri flokka UMFN
Uppskeruhátið yngri flokka Knattspyrnudeildar UMFN fór fram í sal Njarðvíkurskóla nýlega. Þar fór fram verðlaunaafhending fyrir frammistöðu sumarsins.
Halldór R. Guðjónsson formaður Barna- og unglingaráðs fór yfir starfsárið í stuttu máli. Verðlaunaafhendingin gekk vel fyrir sig og að henni lokinni var boðið uppá grillaðar pulsur sem runnu ljúft ofan í gesti. Allir flokkar drengja voru starfræktir á árinu ásamt tveimur stúlknaflokkum og tekið var þátt í öllum helstu mótum hér á landi ásamt því að eldri flokkarnir voru í Íslandsmótinu. Þriðji flokkur fór einnig í góða æfingaferð til Danmerkur.
Þjálfarar á árinu voru Goran Lukic sem var með 2. og 3. flokk, Einar Valur Árnason með 4. flokk, Þórir R. Hauksson með 5. og 6. flokk, Rafn M. Vilbergsson með 7. flokk ásamt því að vera yfirþjálfari, Karítas Ingimarsdóttir með 7. flokk stúlkna og Hildur María Helgadóttir sem var með 4. flokk stúlkna. Þrír aðstoðarþjálfarar voru einnig í teyminu, þeir Ari Már Andrésson, Þorgils Gauti Halldórsson og Þorsteinn Halldórsson.
Viðurkenningar sumarsins 2011:
6. flokkur drengja
Besta mæting: Stefán Svanberg Harðarson
Besti félaginn: Hilmar Björn Ásgeirsson
Mestu framfarir: Bergsteinn Freyr Árnason
Leikmaður ársins yngri: Logi Sigurðsson
Leikmenn ársins eldri: Falur Orri Guðmundsson og Elís Már Gunnarsson
Hér að ofan eru Árni Þór Sigurðsson ásamt þjálfara sínum, Þóri R. Haukssyni
5. flokkur karla
Besta mæting: Gunnlaugur Atli Kristinsson
Besti félaginn: Jón Páll Magnússon
Mestu framfarir: Friðrik Ingi B. Sveinsson
Leikmenn ársins yngri: Ísak John Ævarsson og Brynjar Atli Bragason
Leikmaður ársins eldri: Árni Þór Sigurðsson
4. flokkur kvenna
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Aisha Regína Ögmundsdóttir, Ása Böðvarsdóttir, Guðrún Lára Árnadóttir, Helena Fanney Sölvadóttir og Lovísa Rós Júlíusdóttir
Besta mæting: Rósmarý Kristín Sigurðardóttir
Besti félaginn: Rósmarý Kristín Sigurðardóttir
Mestu framfarir: Helga Eden Gísladóttir
Leikmaður ársins: Helena Fanney Sölvadóttir
4. flokkur karla
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Bergsveinn Andri Halldórsson, Ólafur Andri Magnússon, Róbert Ingi Arnarsson og Þorvaldur Norðfjörð Agnarsson
Besta mæting: Teitur Ari Theodórsson
Besti félaginn: Þorvaldur Norðfjörð Agnarsson
Mestu framfarir: Ólafur Andri Magnússon
Leikmaður ársins: Bergsveinn Andri Halldórsson
3. flokkur karla
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Adam Þórðarson, Ari Már Andrésson, Baldvin Pétur Davíðsson, Sigfús Kristján Pálsson og Þorgils Gauti Halldórsson
Besta mæting: Fannar Guðni Logason
Besti félaginn: Adam Þórðarson
Mestu framfarir: Þorgils Gauti Halldórsson
Leikmaður ársins: Sigfús Kristján Pálsson
Margeir Felix Gústafsson ásamt Rafni M. Vilbergssyni
2. flokkur karla
Viðurkenning fyrir góða ástundun:
Augustine Abeni Þorsteinsson, Friðrik Skúli Reynisson, Jónas Bergsteinsson, Margeir Felix Gústavsson og Sveinn Henrik Kristinsson
Besta mæting: Aron Hlynur Ásgeirsson
Besti félaginn: Sveinn Henrik Kristinsson
Mestu framfarir: Sindri Þór Skarphéðinsson
Leikmaður ársins: Margeir Felix Gústavsson