Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
  • Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur
Fimmtudagur 25. maí 2017 kl. 13:40

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur

Iðkendur í yngri flokkum hafa aldrei verið fleiri

Erna Freydís Traustadóttir hlaut Áslaugarbikarinn og Snjólfur Marel Stefánsson hlaut Elfarsbikarinn í ár.  Þetta var tilkynnt á lokahófi yngri flokka körfuboltadeildar UMFN sem fór fram í Ljónagryfjunni í vikunni. Áslaugar- og Elfarbikarinn eru jafnan afhentir efnilegustu leikmönnum í yngri flokkum félagsins og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Bæði Áslaug og Elfar heitin voru virk í starfi UMFN og voru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem sem afhentu bikarana. Áslaugarbikarinn afhenti Elín María Óladóttir systir Áslaugar og feðgarnir Jón Þór Elfarsson og Elfar Þór Jónsson afhentu Elfarsbikarinn.

Erna og Snjólfur bæði valin í landslið
Erna var lykilmaður í unglingaflokki UMFN í vetur og í seinni hluta vetrar var hún orðin mikilvægur leikmaður meistaraflokks félagsins. Erna er mikil fyrirmynd fyrir unga leikmenn bæði utan og innan vallar. Erna var nú fyrir skömmu valin í U 18 ára lið Íslands  sem tekur þátt í Norðurlanda- og Evrópumóti í sumar. 
Snjólfur æfir vel og hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu tvö tímabil. Hann er lykilmaður í unglingaflokki UMFN og átti frábært ár með þeim. Hann er einnig nú þegar orðinn einn af lykilleikmönnum meistaraflokks og til að mynda byrjaði hann inná  í nokkrum leikjum í vetur. Snjólfur var valinn í landsliðhóp Íslands skipað leikmönnum undir 20 ára sem mun taka þátt í lokakeppni Evrópu í sumar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Iðkendur hafa aldrei verið fleiri en nú
Iðkendur í yngriflokkum UMFN hafa aldrei verið fleiri en í ár eða 269 talsins, 154 stúlkur og 115 drengir og er það aukning um 65 iðkendur frá fyrra ári.  UMFN átti 13 leikmenn sem valdir voru í æfingahópa yngri landsliða fyrir komandi átök í sumar, þar sem farið er bæði á Norðurlandamót og í Evrópukeppni. Félagið eignaðist tvenna Íslandsmeistara í vetur í 8. flokki kvenna og 10. flokki kvenna. Samanlagt voru 5 lið frá Njarðvík á úrslitahelgum Íslandsmóts yngriflokka nú í vor. Á lokahófinu voru veitt þrenn verðlaun í hverjum flokki, mikilvægasti leikmaðurinn, efnilegasti leikmaðurinn og mestu framfarirnar. Að lokinni verðlaunaafhendingu var iðkendum boðið upp á grillaðar pylsur, svala og poppkorn.