Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokahóf KKÍ: Hörður Axel, Páll Axel og Birna í lið ársins
Sunnudagur 2. maí 2010 kl. 11:07

Lokahóf KKÍ: Hörður Axel, Páll Axel og Birna í lið ársins


Fjórir körfuboltamenn frá Suðurnesjum voru valdir í úrvalslið Iceland Express deildarinnar en viðurkenningar ársins voru veittar á lokahófi Körfuknattleikssambandi Íslands í gærkvöldi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingarnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Birna Valgarðsdóttir ásamt Grindvíkingnum Páli Axel Vilbergssyni voru valin í lið ársins. Grindvíkingurinn Ómar Örn Sævarsson var kjörinn prúðasti leikmaður ársins. Besti dómari ársins var Sigmundur Már Herbertsson. Hann fékk líka afhent silfurmerki KKÍ við þetta tækifæri. Hlynur Bæringsson, Snæfelli, hlaut allar þær viðurkenningar sem hann gat fengið, sem besti leikmaður deildarinnar, úrslitakeppninnar og sem varnarmaður auk þess að vera valinn í úrvalslið ársins.

--