Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokahóf Keflavíkur á laugardaginn
Miðvikudagur 21. september 2005 kl. 13:15

Lokahóf Keflavíkur á laugardaginn

Lokahóf Knattspyrnudeildar Keflavíkur fer fram í Stapanum laugardaginn 24. september n.k. og opnar húsið kl. 19:00.

Kvöldið hefst á borðhaldi þar sem gestgjafarnir í Stapanum galdra fram glæsilegt steikarhlaðborð.  Að venju verður margt til gamans gert en það kemur í hlut meistaraflokks karla og kvenna ásamt drengjunum úr öðrum flokki að koma með heimatilbúin skemmtiatriði.  Ekki leikur á því vafi að þar mun kenna margra grasa og hver stórleikarinn á fætur öðrum mun stíga á svið, en fréttir af æfingum hafa lekið út og menn bíða spenntir.  Knattspyrnufólk ásamt nánasta starfsfólki verður heiðrað en hápunktur kvöldsins verður útnefning á knattspyrnumönnum ársins en ómögulegt er um það að spá hverjum hlotnast sá heiður.  Að lokinni dagskrá mun hljómsveitin Spútnik leika fyrir dansi fram eftir nóttu.

Þeir stuðningsmenn Keflavíkur sem áhuga hafa á að mæta á borðhaldið og skemmtunina geta tryggt sér miða með því að hafa samband við veitingastaðinn Stapann í síma 421-7220.

Takmarkað framboð er af lausum miðum en þeir kosta 3.500 kr., matur, skemmtun og ball.

Þetta kemur fram á vefsíðu knattspyrnudeildar Keflavíkur

VF-mynd: Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024