Lokahóf handboltamanna í Reykjanesbæ
Uppskeruhátíð HKR (Handknattleiksdeild Reykjanesbæjar) var haldin á dögunum og þar voru veittar viðurkenningar fyrir alla flokka auk þess að haldin var grillveisla fyrir upprennandi handboltamenn.
Iðkendur í 7 og 8 flokki fengu allir viðurkenningarskjal.
6. flokkur - fengu Adrian Krzysztof Czaplinski , Eiður Björgvin Jónsson, Árni Fannar Guðmundsson verðlaun
5. flokki voru verðlaunaðir Hallur Kistinn Hallsson, Theodór Sigurbergsson, Bojana Medic.
4. flokkur - voru það Halldór Halldórsson, Jón Árnason og Kornel Wolak
3. flokkur - hlutu Torfi Jónsson Roland Einarsson og Aron Kristinsson verðlaun
Ísak Henningsson fékk Guðmundar bikarinn, en sá bikar er veittur þeim sem mætir vel á æfingar, hlustar vel og fer eftir því sem þálfarinn segir, er góð fyrirmynd annara og til í að leiðbeina yngri iðkendum og aðstoða þjálfara. Bikarinn er veittur í minningu Guðmundar Steinssonar sem lést af slysförum í fyrra en hann var liðtækur handknattleiksmaður.
3. flokkur drenga er elsti flokkuri HKR fyrir utan Meistaraflokk sem tekur þátt í utandeildinni
Næsta haust ætlum félagið að byrja með handbolta fyrir stelpur en í vetur hafa nokkrar stelpur verið að æfa með 5. flokki og er stefnan tekin á að byrja með þann flokk næsta haust.
Þetta eru árgangar fæddir 1998, 1999 og 2000 þannig HKR vill hvetja þær stelpur sem hafa áhuga á að æfa handbolta að fylgjst vel með þegar við byrjum að æfa í haust.
Mynd: Verðlaunahafar á lokahófinu