Logi: Verðum að keyra í bakið á Finnum
Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson er öllum hnútum kunnugur í Finnlandi og því ekki úr vegi að taka púlsinn á landsliðsmanninum þegar fyrir liggur að íslenska A-landsliðið mætir Finnum á laugardag. Leikurinn er liður í síðari hluta Evrópukeppni B-þjóða þar sem Finnar virðast eiga sigurinn vísann. Ísland og Finnland eru saman í C-riðli keppninnar. Finnar eru á toppnum ósgiraðir en Ísland er í næst neðsta sæti með einn sigur og þrjá tapleiki.
Leikurinn ytra verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV á laugardag en Finnar munu leika án sín sterkasta leikmanns,
Hvernig stemmningu má íslenska liðið búast við í finnsku höllinni á laugardag?
Ég held að það verði góð stemming, Finnarnir eru taplausir í riðlinum og fólkið bindur miklar vonir við að vinna riðilinn en við ætlum auðvitað að koma í veg fyrir það.
Er körfuboltinn fyrirferðamikil íþrótt í Finnlandi?
Þetta er nátturulega fjölmenn þjóð og þó að íshokkí sé númer 1,2 og 3 þá er þónokkur áhugi á körfunni.
Hver fannst þér vera helsti munurinn á liðinum þegar þið mættust í Laugardalshöll á síðasta ári?
Það var nú ekki mikill munur á getu liðanna enda sýndum við það framan af í leiknum, þeir héldu hinsvegar haus og við ekki.
Fyrrum NBA leikmaðurinn Hanno Mottola verður væntanlega ekki með á laugardag, gerir það hlutina auðveldari fyrir íslenska liðið?
Nei alls ekki, þeir eru með marga leikmenn sem eru að spila í topp deildum í Evrópu þannig að ef hann vantar þá eru það bara aðrir sem spila meira.
Hvernig bolta er best að leika gegn Finnum, hvaða taktík er best til árangurs gegn þeim?
Ég held að við verðum að keyra í bakið á þeim en að passa það að þó við séum fljótir fram að velja réttu skotin. Svo kemur þetta alltaf mest niður á hvernig við spilum vörnina og hversu harðir við erum. Við eigum góðan séns ef vörnin verður góð.