Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. júní 2003 kl. 09:08

Logi til reynslu hjá Valladolid

Logi Gunnarsson, körfuknattleiksmaður, mun leika á æfingamóti á Spáni að loknum Smáþjóðaleikunum á Möltu. Þar mun Logi reyna fyrir sér hjá Valladolid sem leikur í efstu deild á Spáni en að margra mati er sú deild önnur í röðinni hvað styrkleika varðar á eftir NBA-deildinni. "Ég mun leika nokkra leiki á sérstöku móti sem sett er upp til þess að þeir geti skoðað leikmenn. Það veit enginn hvað mun gerast í framhaldinu en ég er með allar klær úti þessa dagana í gegnum umboðsmann minn," sagði Logi í gær í samtali við Morgunblaðið en hann lék með Ulm í þýsku 2. deildinni s.l. vetur. "Síðar í sumar mun ég fara til Frakklands þar sem ég mun æfa og leika með nokkrum frönskum liðum þannig að ég fæ ekki mikið sumarfrí að þessu sinni, enda er ég í atvinnuleit," sagði Logi en hann valdi að semja ekki við Ulm á ný
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024