Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi til Frakklands
Logi Gunnarsson.
Fimmtudagur 5. júlí 2012 kl. 11:21

Logi til Frakklands

Logi Gunnarsson landsliðsmaður úr Njarðvík mun færa sig um set í atvinnumennskunni og leika í Frakklandi á næsta tímabili.  Logi hefur gert samning við lið Angers sem er lítil borg suð-vestur af París.  Logi hefur verið í Svíþjóð síðustu tvö tímabil með Solna Vikings og var með tilboð í höndunum um að halda áfram í Svíþjóð.

„Angers er flottur klúbbur sem ég þekki ágætlega frá því ég var í Frakklandi hér um árið,“ sagði Logi í spjalli við Karfan.is.

Angers er í NM1 deildinni í Frakklandi sem er þriðja efsta deild og ætla má að sú deild sé sterkari en sú sænska. Logi átti einnig í viðræðum við lið á Ítalíu en þegar allt kom til alls þá var það Frakkland sem varð ofaná.
 
„Ég tel mig eiga mörg góð ár eftir og vil vera í atvinnumennskunni eins lengi og skrokkurinn leyfir,“ sagði Logi ennfremur við Karfan.is
 

www.karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024