Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi tapaði Íslendingaslag
Miðvikudagur 7. desember 2011 kl. 09:41

Logi tapaði Íslendingaslag

Logi Gunnarsson og félagar hans í Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta máttu sætta sig við tap í Íslendingaslag í gærkvöldi. Liðið tapaði gegn KR-ingnum Helga Magnússyni og liði hans Stockholm með 114 stigum gegn 107. Logi var að venju atkvæðamikill í stigaskorun og skoraði mest liðsfélaga sinna, eða 20 stig.

Solna er í 5-8. sæti sænsku deildarinnar.

Mynd: Logi í leik með Njarðvíkingum fyrir nokkrum árum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024