Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi stigahæstur í sigri Solna
Mánudagur 20. desember 2010 kl. 19:30

Logi stigahæstur í sigri Solna

Enn og aftur var Logi Gunnarsson stigahæstur í liði sínu Solna Vikings er liðið sigraði sinn síðasta leik fyrir jólafrí. Solna sigraði í gær lið Boras 77-74 og fór Logi mikinn í leiknum. Hann var með 20 stig og 6 fráköst, auk þess var hann með 5 stoðsendingar og 6 stolna bolta. Sannarlega góð tölfræði hjá stráknum. Logi setti niður mikilvæg vítaskot á lokakaflanum og tryggði sínum mönnum góðan sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/Magnus Neck