Logi skoraði flest stig hjá landsliðinu á árinu
Íslenska körfuboltalandsliðið endaði landsliðsárið 2014 á því að tryggja sér sæti á sínu fyrsta stórmóti. Íslenska liðið lék sex leiki á árinu 2014 og vann fjóra þeirra. Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson skoraði flest stig leikmanna liðsins á árinu 2014, eða 77 stig alls í sex leikjum. Það gera 12,8 stig í leik en Logi skoraði einnig flestar þriggja stiga körfur liðsins, eða 13 talsins.