Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 1. ágúst 2002 kl. 09:48

Logi semur við þýskt 2. deildar lið

Logi Gunnarsson, körfuknattleikskappi úr Njarðvík, hefur látið gamlan draum rætast og gerst atvinnumaður í körfubolta. Hefur hann samið við þýska 2. deildar liðið Ratiopharm Ulm og mun hann leika með þeim í vetur en talsvert af liðum sýndu Loga áhuga. Félagið var til margra ára eitt af stórveldunum í þýskum körfubolta en síðustu ár hafa verið erfið en í ár er markmiðið sett upp í 1. deild.Þetta er því þriðji leikmaðurinn í Íslandsmeistaraliði Njarðvíkur sem ekki mun spila með liðinu á næsta tímabili en hinir eru Brenton Birmingham sem spilar í Frakklandi og Teitur Örlygsson sem er hættur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024