Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi samdi við Bayreuth
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 18:08

Logi samdi við Bayreuth

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson, frá Njarðvík, gerði í dag eins árs samning við þýska körfuknattleiksliðið Bayreuth.

Logi sem leikið hefur tvö síðustu tímabil með Giessen 46ers hefur þegar leikið þrjá æfingaleiki með Bayreuth. Liðið er í þýsku 2. deildinni og á sér nokkra sögu í þýska boltanum en liðið varð m.a. meistari árið 1989.

„Þetta er sterkt lið sem ætlar sér upp og eru búnir að semja við aðra góða leikmenn, við erum tveir leikmenn sem komum úr efstu deild, hinn kemur úr Bayern Leverkusen,“ sagði Logi í samtali við Víkurfréttir í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024