Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi og Ólafur í Landsliðshópnum í Tékklandi
Mynd: karfan.is
Þriðjudagur 21. nóvember 2017 kl. 09:51

Logi og Ólafur í Landsliðshópnum í Tékklandi

- mæta Búlgaríu í Laugardalshöll í næstu viku

Íslenska landsliðið í körfu er mætt til Pardubice í Tékklandi en liðið mætir Tékklandi næstkomandi föstudag. Suðurnesjadrengir eru í hópnum, þeir Ólafur Ólafsson og Logi Gunnarsson. Íslenska landsliðið mætir Búlgaríu hér heima þann 27. nóvember nk.

Landsliðið mun æfa í Tékklandi fram að leiknum á föstudaginn og eftir leik tekur við ferðalag heim fyrir leikinn gegn Búlgaríu. Meðfylgjandi mynd er frá karfan.is og á henni eru þeir Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur og Logi Gunnarsson leikmaður Njarðvíkur.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024