Logi og félagar sigra í Svíþjóð
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var atkvæðamikill að venju í liði Solna Vikings í gærkvöldi þegar liðið sigraði Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik . Logi skoraði 13 stig í leiknum og átti 5 stoðsendingar auk þess tók hann þrjú fráköst.Solna skoraði 10 síðustu stigin í 78:67 sigri og er sem stendur í 6. sæti sænsku deildarinnar.
Mynd/Magnus Neck