Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 8. október 2002 kl. 10:03

Logi og félagar byrja vel í þýsku 2. deildinni

Logi Gunnarsson og félagar hans í Ulm hafa byrjað vel í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik og hafa þeir sigrað í fyrstu tveimur leikjunum á tímabilinu. Fyrsti leikurinn var gegn Freiburg þar sem Ulm marði sigur 69:67 en í síðari leiknum burstuðu þeir Nurnberg 94:67.Logi sem meiddist á ökkla í bikarleik í síðustu viku lék með í báðum leikjunum þrátt fyrir eimsli í löppinni og setti 12 stig í fyrri leiknum og 15 stig í þeim síðari.

Upplýsingar af heimasíðu UMFN
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024