Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi nýtti tækifærið til fulls
Sunnudagur 10. apríl 2005 kl. 21:43

Logi nýtti tækifærið til fulls

Logi Gunnarsson fékk loksins séns hjá liði sínu í Giessen 46ers í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Logi sem hefur verið frystur á bekk liðsins nánast í allan vetur fékk um 14 mínútur í leiknum gegn Leverkusen Giants og nýtti pilturinn sér tækifærið til fulls. Leikurinn var í járnum þegar Logi kom inná og byrjaði hann á því að smella einum þrist sem virkaði eins og vítamínssprauta á liðið. Kappinn endaði leikinn með 12 stig og 5 stoðsendingar á 14 mínútum og var hylltur látlaust af áhangendum liðsins í lok leiks. Leiknum lauk með sigri Giessen 99-83 og eru þeir í sjötta sæti sem stendur.

"Ef ég ætti að þakka einhverjum sigurinn í þessum leik þá eru það tveir leikmenn sem sköruðu framúr og var Logi Gunnarsson einn af þeim. Hann sýndi mikin karakter í kvöld. Hann hefur ekki spilað mikið í vetur en nýtti tækifæri sitt gríðarlega vel í dag" sagði þjálfari Giessen í lok leiks. Í samtali við UMFN.is sagðist Logi í skýjunum með þennan leik og vonandi að þjálfarinn fari nú að gefa honum meiri séns.

Þetta kemur fram á www.umfn.is

Mynd: Logi í leik með Giessen.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024