Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi nálgast 100 landsleiki
Þriðjudagur 6. ágúst 2013 kl. 16:13

Logi nálgast 100 landsleiki

-Ætlar til Svíþjóðar eða Frakklands

Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er leikreyndasti og elsti leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta um þessar mundir. Hann er staddur hérlendis í suamrfríi en hann lék sem atvinnumaður í Frakklandi í fyrra. Logi ætlar sér aftur út en hann er samningslaus þessa stundina. Logi hefur verið í sambandi við lið í Svíþjóð og Frakklandi en börnin hans tala bæði sænsku og frönsku og að sjálfsögðu verður að taka þau með í reikninginn. Logi er ekki á þeim buxunum að koma heim til þess að spila en hann segist eiga nóg eftir í atvinumennsku.

Í 13 ár hefur Logi leikið fyrir íslenska landsliðið og hann telur að liðið hafi líklega aldrei verið sterkara en einmitt núna. Á dögunum hélt liðið út en framundan eru viðureignir við Búlgaríu og Rúmeníu. Logi á að baki 96 landsleiki og nú styttist í 100 leikina. „Það er nokkuð mikið. Maður er búinn að vera í 13 ár í liðinu, þetta er þó fljótt að líða,“ segir Logi. Njarðvíkingurinn heldur sér við í sumarfríinu á Íslandi með því að æfa af krafti í gamla íþróttahúsinu sínu í Njarðvík. Það mætti segja að ekkki sé mikið um frí hjá Loga þar sem hann slær hvergi slöku við. Varðandi það að finna sér nýjna vinnuveitendur þá hefur Logi ekki miklar áhyggjur af því. Vanalega hefur hann verið að ganga frá þessum málum í ágústmánuði en hann hefur mikla reynslu af þessum málum eftir 11 ára atvinnumannaferil.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Logi segist hafa gaman af því að vera elstur í liðinu og hann segist sáttur við að vera enn að spila í svo góðu liði á hæsta „leveli.“ Íslendingar leika svo gegn þessum sömu þjóðum, Búlgaríu og Rúmeníu, á heimavelli 13. og 16. ágúst og þá er um að gera fyrir körfuboltaáhugafólk að drífa sig á völlinn þá.