Logi með níu stig í tapi Íslands
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik er við keppni á æfingarmóti á Írlandi. Í gærkvöld mættu þeir liði Pólands í fyrsta leik sínum. Leikurinn endaði með 65-84 sigri Pólands en staðan í hálfleik var jöfn 31-31.
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson skoraði níu stig fyrir liðið en stigahæstur í liðinu var Jón Arnór Stefánsson með 11 stig, en hann gaf einnig fimm stoðsendingar.
Jón Arnór Stefánsson 11 (5 stoðsendingar)
Hlynur Bæringsson 10
Logi Gunnarsson 9
Sigurður Þorvaldsson 6 (8 fráköst)
Jakob Sigurðarson 6 (3 stolnir)
Páll Axel Vilbergsson 5
Fannar Ólafsson 4
Sigurður Gunnar Þorsteinsson 4
Magnús Þór Gunnarsson 3
Helgi Már Magnússon 3
Sveinbjörn Claessen 2
Friðrik Stefánsson 2
VF-MYND/JBÓ: Magnús Gunnarsson skoraði þrjú stig fyrir Ísland í gær.