Logi með 5 stig í sigri Gijon
Gijon tók stórt skref í gærkvöldi í áttina að því að halda sér í LEB deildinni á Spáni en Gijon er í bullandi fallbaráttu um þessar mundir. Gijon tók á móti Aguas de Valencia og hafði 82-70 sigur í leiknum þar sem Logi gerði 5 stig á 14 mínútum. Logi tók auk þess 3 fráköst í leiknum.
Skammt er til loka LEB deildarinnar á Spáni og þurfa liðsmenn Gijon á eins mörgum stigum að halda og völ er á.