Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi með 300 leiki
Logi og Brenton við heiðrun þess fyrrnefnda fyrir 300 leiki á vegum Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur á Íslandsmóti meistaraflokka. Mynd/UMFN.
Fimmtudagur 16. janúar 2020 kl. 22:06

Logi með 300 leiki

Fyrir viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s-deild karla afhendi stjórn KKD UMFN fyrirliðanum Loga Gunnarssyni viðurkenningu fyrir að hafa leikið 300 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti í meistaraflokki.

Logi er þar með orðinn sjöundi leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur frá upphafi og á aðeins örfáa leiki eftir í að klifra ofar á listann til að taka fram úr Kristni Einarssyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var Brenton Birmingham varaformaður KKD UMFN sem afhenti Loga viðurkenningarskjöld fyrir áfangann og leysti hann einnig út með veglegri ferð í Bláa Lónið.