Logi með 300 leiki
Fyrir viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í Domino´s-deild karla afhendi stjórn KKD UMFN fyrirliðanum Loga Gunnarssyni viðurkenningu fyrir að hafa leikið 300 leiki fyrir Njarðvík á Íslandsmóti í meistaraflokki.
Logi er þar með orðinn sjöundi leikjahæsti leikmaður Njarðvíkur frá upphafi og á aðeins örfáa leiki eftir í að klifra ofar á listann til að taka fram úr Kristni Einarssyni.
Það var Brenton Birmingham varaformaður KKD UMFN sem afhenti Loga viðurkenningarskjöld fyrir áfangann og leysti hann einnig út með veglegri ferð í Bláa Lónið.