Logi með 28 stig um helgina
Logi Gunnarsson, landsliðmaður í körfuknattleik og leikmaður Bayreuth í Þýskalandi, gerir það ekki endasleppt þessa dagana en um helgina gerði hann 28 stig í sigri Bayreuth á Crailsheim Merlins 74 – 89.
Logi var stigahæsti maður liðsins og lék í 35 mínútur en aukalega við stigin 28 tók hann 1 frákast og stal 4 boltum. Logi hefur því gert alls 105 í síðustu þremur leikjum.
Logi var stigahæsti maður liðsins og lék í 35 mínútur en aukalega við stigin 28 tók hann 1 frákast og stal 4 boltum. Logi hefur því gert alls 105 í síðustu þremur leikjum.