Logi með 24 stig í sigri Solna Vikings
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson skorað 24 stig þegar lið hans Solna Vikings vann 68-62 útisigur á Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær.
Staðan í hálfleik var 37-24 fyrir Kings en Solna vann seinni hálfleikinn 44-25 og fór Logi þar fremstur í flokki. Logi var langstigahæsti leikmaður liðsins enda stigaskorið í lægri kantinum. Logi hitti afar vel en hann sökkti 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og alls setti hann 8 af 14 skotum sínum niður í leiknum og átti Logi augljóslega stóran þátt í sigri Solna.
[email protected]