Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Íþróttir

Logi líklega með í kvöld
Þriðjudagur 29. mars 2016 kl. 15:23

Logi líklega með í kvöld

Hvernig fer í Ljónagryfjunni í fjórða leik?

Bakvörðurinn reyndi Logi Gunnarsson verður hugsanlega með Njarðvík gegn Stjörnunni í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum í körfunni. Logi handarbrotnaði í leik gegn Þórsurum þann 4. mars þannig að hann hefur verið á hliðarlínunni síðan. Í samtali við Karfan.is sagði Logi að hann yrði í búning og myndi sjá til hvernig honum liði eftir upphitun. „Ég hef lauslega verið að prófa hendina með ágætum árangri. Ég verð í búning í kvöld og við sjáum hvernig ég verð eftir upphitun,“ sagði Logi.

Staðan í einvíginu er 2-1 Njarðvík í vil og þeir grænu freista þess að klára dæmið í kvöld. Búist er við troðfullri Ljónagryfju og því er vissara að mæta snemma til þess að fá stemninguna beint í æð. Hvernig fer annars í kvöld? Spáðu í spilin hér að neðan.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25