Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi leikur með Njarðvík
Laugardagur 14. september 2013 kl. 16:26

Logi leikur með Njarðvík

„Gott að vera kominn heim“

Logi Gunnarsson körfuknattleiksmaður hefur skrifað undir samning við Njarðvíkinga og mun leika með liðinu í Dominos-deilinni í vetur. Logi hefur leikið sem atvinnumaður síðastliðin 11 ár, ef frá er talið eitt ár sem hann lék með Njarðvíkingum árið 2008. Logi sagðist í samtali við Víkurfréttir vera ánægður með að vera kominn á heimaslóðir og hann kvaðst spenntur fyrir komandi tímabili. Logi vonast jafnframt til þess að miðla af reynlu sinni til ungra leikmenna Njarðvíkur.

Logi útilokar ekki að fara aftur út í atvinnumennsku en þó segist hann geta hugsað sér að dvelja hjá Njarðvík til frambúðar. Logi mun spila fyrsta leik sinn í græna búningunum í Ljónagryfjunni á morgun en þá mæta Njarðvíkingar Þór frá Þorlákshöfn í Lengjubikarnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024